A A A a

Velkomin á vefsíðu FFR

Félag forstöðumanna ríkisstofnana var stofnað árið 1986.  Tilgangur þess samkvæmt lögum félagsins er að: 

  • efla kynni félagsmanna,
  • stuðla að samstarfi félagsmanna og stofnana eftir því sem við á,
  • vinna að sameiginlegum hagsmunamálum félagsmanna almennt, þar með talið kjaramálum þeirra,
  • vera tengiliður og samstarfsaðili við stjórnvöld varðandi gagnkvæm málefni félagsmanna og stofnana,
  • efla kynningu félagsmanna á stofnunum hvers annars,
  • stuðla að fræðslustarfi meðal félagsmanna.

 


Nýjustu fréttir

Björn Karlsson kjörinn nýr formaður FFR

Bjorn_karlsson

Á aðalfundi FFR 2. júní 2015 var Björn Karlsson kjörinn nýr formaður stjórnar félagsins.  Björn Karlsson var skipaður forstjóri Mannvirkjastofnunar 1. mars 2011 en áður starfaði Björn sem forstjóri Brunamálastofnunar árin 2001 - 2011.  Björn er ekki ókunnugur störfum stjórnar FFR en hann hefur áður setið í stjórn félagsins. 

Ný stjórn FFR kosin á aðalfundi FFR 2. júní 2015

Aðalfundur Félags forstöðumanna ríkisstofnana var haldinn þriðjudaginn 2. júní á  Grand hóteli, Reykjavík. Fundarstjóri var Halldór Jónsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.  Um 50 félagsmenn mættu á fundinn.